Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þetta var úr fréttum gærdagsins: „Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum.

Þetta var úr fréttum gærdagsins: „Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum. Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka.“

Þetta segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins. Tilefnið er að Gunnar Smári Egilsson vinnur að því að setja á laggirnar nýjan Sósíalistaflokk.

En hefur Oddný siðferðislegan rétt til að beina ákalli til Gunnars Smára? Fyrir skömmu var Gunnar í Félagi múslíma sem átti í átökum við annað félag múslíma. Ekki gekk Oddný til liðs við múslímafélag Gunnars og styrkti hann í baráttunni. Það hefði getað gert útslagið, jafnvel þótt Oddný hefði þurft að vera með slæðu innan girðingar.

Þegar Gunnar Smári stofnaði flokk um að Ísland gerðist norskt fylki, skömmu eftir lok múslímastríðs, varð ekki séð að Oddný fylkti liðið með fylkismálstaðnum, sem hefði hugsanlega ráðið úrslitum.

Hún fær því vart að fleyta rjóma Gunnars ofan af stofnun nýs vinstriflokks, sem mikil eftirspurn er eftir og slagar upp í fullmikið framboð.

Múslímskur sósíalistaflokkur með norskt fylki sem útópíu og málgagn skrifað af fólki sem fær ekki laun er stórbrotin sýn.