Mýkt Jóga í vatni þykir gott fyrir stoðkerfið, losa vel um og mýkja vöða.
Mýkt Jóga í vatni þykir gott fyrir stoðkerfið, losa vel um og mýkja vöða.
Hjá mörgum lýkur vinnuvikunni síðdegis í dag og við tekur fimm daga samfellt páskafrí. Þegar búið er að útrétta það helsta fyrir hátíðina gæti verið góð hugmynd að hressa sig við og jafnframt láta líða úr sér þreytuna í Laugardalslauginni.

Hjá mörgum lýkur vinnuvikunni síðdegis í dag og við tekur fimm daga samfellt páskafrí. Þegar búið er að útrétta það helsta fyrir hátíðina gæti verið góð hugmynd að hressa sig við og jafnframt láta líða úr sér þreytuna í Laugardalslauginni. Þar býður Jóga í vatni upp á – jóga í vatni – kl. 19.30-20.30, í kvöld 12. apríl. Aðeins þarf að greiða hefðbundinn aðgangseyri í laugina.

Arnbjörg Kristín jógakennari leiðir jógatímann og plötusnúðurinn og listamaðurinn DJ Sunna Ben sér um tónlistarflæðið. Í lokin leiða Arnbjörg og Ingibjörg Stefánsdóttir jógakennari saman hugleiðslu auk þess sem Arnbjörg spilar á gong við laugina í lokin.

Engin fyrri reynsla í jóga nauðsynleg og fólk á öllum aldri er boðið velkomið.

Jóga í vatni á sér fimm ára sögu og starfa fjórir kennarar bæði á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu, þar sem boðið er upp á bæði einkatíma og námskeið. Einnig stendur saumaklúbbum, vinnustöðum, gæsahópum og ýmsum öðrum hópum til boða jóga í vatni við tónlist árið um kring.

Nánari upplýsingar á vefsíðunni: www.jogaivatni.is eða með því að senda póst á netfangið:

jogaivatni@gmail.com