— Morgunblaðið/Ásdís
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í tónleikahúsi Gautaborgar 19. apríl. Þar leikur hún Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Sinfóníu nr. 2 eftir Sibelius auk þess sem Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik í Burleske eftir Richard Strauss.
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í tónleikahúsi Gautaborgar 19. apríl. Þar leikur hún Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Sinfóníu nr. 2 eftir Sibelius auk þess sem Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik í Burleske eftir Richard Strauss. Hljómsveitarstjóri verður Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar. Næsta vetur endurgeldur Gautaborgarsinfónían heimsóknina og leikur fyrir gesti í Eldborg undir stjórn finnska hljómsveitarstjórans Santtu-Matias Rouvali.