Sigríður Andersen
Sigríður Andersen
„Eins og staðan er í dag tekur almennur viðbúnaður tillit til hryðjuverkaógnar eins og annarra glæpa. Það er best ef við getum haldið þessum almenna viðbúnaði og uppfært hann jafn óðum og tilefni er til,“ segir Sigríður Á.

„Eins og staðan er í dag tekur almennur viðbúnaður tillit til hryðjuverkaógnar eins og annarra glæpa. Það er best ef við getum haldið þessum almenna viðbúnaði og uppfært hann jafn óðum og tilefni er til,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og bendir á að Íslendingar þurfi að vera undirbúnir vegna mögulegrar hryðjuverkaógnar í kjölfar ódæðisins í Stokkhólmi á föstudag.

Gylfi Hammer Gylfason, settur aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að bæta þurfi við almennum lögreglumönnum og mönnum í sérhæfðar miðlægar deildir ríkislögreglustjóra, s.s. greiningardeild, alþjóðadeild, sérsveit og almannavarnardeild. Þá þurfi einnig að efla búnað sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Sigríður bendir á að auknu fé sem veitt hafi verið til löggæslu í fjárlögum fyrir þetta ár hafi verið forgangsraðað.

„Þessu fé hefur verið forgangsraðað í ljósi aukinnar innkomu á Keflavíkurflugvelli, bæði landamæravörslu og löggæslu í tilefni af ferðamönnum og hælisleitendum,“ segir ráðherrann.