Höfn Bygging íbúða stendur fyrir dyrum.
Höfn Bygging íbúða stendur fyrir dyrum. — Morgunblaðið/Golli
Skinney Þinganes hyggst byggja allt að tólf íbúðir á Höfn í Hornafirði á næstu mánuðum undir starfsmenn fyrirtækisins, en mikill skortur er á húsnæði í sveitarfélaginu.

Skinney Þinganes hyggst byggja allt að tólf íbúðir á Höfn í Hornafirði á næstu mánuðum undir starfsmenn fyrirtækisins, en mikill skortur er á húsnæði í sveitarfélaginu. Um er að ræða annars vegar sex smáar íbúðir í einingahúsum sem verða klárar í haust ef áætlanir ganga eftir og hins vegar sex íbúða fjölbýlishús.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, segir uppbyggingu Skinneyjar mjög jákvæða enda hafi ekkert verið byggt af íbúðarhúsnæði síðan 2014 þrátt fyrir húsnæðisskortinn. Sveitarfélagið mun einnig byggja fimm íbúða fjölbýlishús á sama reit og Skinney. 14