Á vettvangi Slökkviliðsmenn opnuðu þaklúgur til að hleypa gufu út.
Á vettvangi Slökkviliðsmenn opnuðu þaklúgur til að hleypa gufu út. — Ljósmynd/ Brunavarnir Árnessýslu
Tveir menn komust af sjálfsdáðum út úr Skiljuvatnslokahúsi í Hellisheiðarvirkjun í gær þar sem 200-300 gráða heit vatnsgufa hafði dælst út.
Tveir menn komust af sjálfsdáðum út úr Skiljuvatnslokahúsi í Hellisheiðarvirkjun í gær þar sem 200-300 gráða heit vatnsgufa hafði dælst út. Pakkning í krana á gufulögn hafði gefið sig með þeim afleiðingum að gufan dældist út, en mennirnir voru við vinnu í húsinu þegar atvikið átti sér stað. Brunavarnir Árnessýslu fóru á vettvang og greindu frá aðgerðunum á Facebook. Slökkviliðsmenn fóru upp á þak byggingarinnar með kröfubíl og opnuðu þaklúgur svo unnt væri að hleypa gufunni út. Þá voru reykkafarar sendir inn í rýmið til að loka fyrir kranann. Störfum á vettvangi lauk um miðjan dag í gær, en þetta er í annað sinn sem Brunavarnir Árnessýslu sinna útkalli vegna sama verkefnis í húsinu.