12. apríl 1540 Prentun Nýja testamentisins í þýðingu Odds Gottskálkssonar lauk en hún mun hafa tekið rúma fimm mánuði. Þetta er elsta íslenska bókin sem varðveist hefur. 12.

12. apríl 1540

Prentun Nýja testamentisins í þýðingu Odds Gottskálkssonar lauk en hún mun hafa tekið rúma fimm mánuði. Þetta er elsta íslenska bókin sem varðveist hefur.

12. apríl 1919

Snjóflóð féll úr Staðarhólshnjúk við Siglufjörð og sópaði með sér öllum mannvirkjum síldarverksmiðju Evangers og sex öðrum húsum. „Þar stóð ekki steinn yfir steini og eyðileggingin afskapleg,“ sagði í blaðinu Fram. Níu manns létust. Á sama tíma fórust sjö manns í snjóflóði á Engidal við Siglufjörð og tveir menn í Héðinsfirði.

12. apríl 1952

Gúmmíbjörgunarbátur kom fyrst við sögu í sjóslysi hér við land þegar vélbáturinn Veiga sökk við Vestmannaeyjar. Sex menn björguðust en tveir fórust.

12. apríl 2010

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins var birt. Skýrslan var 2.300 síður í níu bindum. Á forsíðu Fréttablaðsins sagði: „Enginn gekkst við ábyrgð.“ Morgunblaðið sagði: „Ábyrgðin bankanna.“

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson