Verslun Verðlag er enn fremur stöðugt.
Verslun Verðlag er enn fremur stöðugt.
Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 í apríl frá fyrri mánuði. Rætist sú spá eykst verðbólga úr 1,6% í 1,8%. Segir Íslandsbanki verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafa versnað nokkuð frá síðustu spá bankans.

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 í apríl frá fyrri mánuði. Rætist sú spá eykst verðbólga úr 1,6% í 1,8%. Segir Íslandsbanki verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafa versnað nokkuð frá síðustu spá bankans. Er það annars vegar vegna þess að gert er ráð fyrir lægra gengi krónu nú en í fyrri spá, og hins vegar vegna hraðari hækkunar íbúðaverðs framan af spátímanum en áður. Gerir bankinn nú ráð fyrir að verðbólga fari yfir 2,5% markmið Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi 2018.

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan hækki um 0,2% milli mánaða. Gangi spá bankans eftir helst ársverðbólgan óbreytt í 1,6%.