Mold Verkið „Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa.“
Mold Verkið „Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa.“
Myndlistarsýning Gretars Reynissonar, 20 40 60 , stendur nú yfir á Kirkjutorgi í Neskirkju.

Myndlistarsýning Gretars Reynissonar, 20 40 60 , stendur nú yfir á Kirkjutorgi í Neskirkju. Um sýninguna segir í tilkynningu:

„Sá, sem aðeins vill vona, er huglaus; sá sem aðeins vill minnast, er makráður; en sá, sem vill endurtekninguna, er manneskja. [...] Hefði sjálfur Guð ekki viljað endurtekninguna, hefði heimurinn aldrei orðið til. Hann hefði þá annaðhvort haldið auðfarnar slóðir vonarinnar eða afturkallað allt og varðveitt það í endurminningunni.

Danski guðfræðingurinn Sören Kierkegaard ræðir hér hina sístæðu sköpun sem á sér stað hvert andartak sem tíminn tifar.

Sýning Gretars Reynissonar 20 40 60 kallast á við þessa sömu hugsun. Í henni frystir listamaðurinn andartakið á tveimur myndum, af hönd hans og handarfari í mold, sem teknar eru með fjörutíu ára millibili. Moldin tengir okkur við dauðann og endurtekninguna. Hún er bæði hrörnun hins dauða og vagga frjókornanna sem upp úr henni vaxa. Moldin er dauði og líf og það á við hverja lífveru: „Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa, segir í Fyrstu Mósebók.“

Í tilkynningu segir einnig að moldin teygi sig upp á veggina þar sem gestir og gangandi fái að setja fingur í mold og þrýsta þeim svo á vegginn. Úr verði 500 fingraför sem minni á 500 ára afmæli siðbótarinnar.