Allir vistmenn sem dvöldu á Kópavogshæli á árunum 1952-1993 og enn eru á lífi eiga rétt á að fá greiddar sanngirnisbætur. Um er að ræða 89 einstaklinga en að sögn Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðar vistheimila, munu þeir fá senda tilbúna umsókn um...

Allir vistmenn sem dvöldu á Kópavogshæli á árunum 1952-1993 og enn eru á lífi eiga rétt á að fá greiddar sanngirnisbætur. Um er að ræða 89 einstaklinga en að sögn Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðar vistheimila, munu þeir fá senda tilbúna umsókn um bætur. Innköllun verður hjá sýslumanni nú um eða eftir páska en þá hafa þeir sem rétt eiga til bóta þrjá mánuði til að lýsa kröfum sínum. Guðrún segist gera fastlega ráð fyrir því að allir skili inn kröfu.

„Ég vildi halda þessu þannig núna, því þetta er svo viðkvæmur hópur, að tryggja að allir fengju umsókn og umslag til að senda sýslumanni. Þá getur fólk beðið sína nánustu um að hjálpa sér og auðvitað getur fólk alltaf leitað til mín,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Málsmeðferð af hálfu sýslumanns skal samkvæmt lögum um sanngirnisbætur vera einföld og henni hraðað eins og kostur er, en gjalddagi bóta er fyrsti dagur næsta mánaðar eftir að úrskurður er kveðinn upp.

„Þetta er talsverður fjöldi og eflaust talsverðir fjármunir, sem er þá bara vel varið fyrir þennan hóp,“segir Guðrún. elinm@mbl.is