Þrír umsækjendur eru um embætti prests í Njarðvíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi, en umsóknarfrestur rann út 5. apríl sl.

Þrír umsækjendur eru um embætti prests í Njarðvíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi, en umsóknarfrestur rann út 5. apríl sl. Umsækjendur eru guðfræðingarnir Anna Þóra Paulsdóttir og Bryndís Svavarsdóttir og séra Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, prestur heyrnarlausra.

Þarfagreining prestakallsins lá til grundvallar auglýsingu um embættið, segir í frétt á vef Biskupsstofu. Kjörnefnd prestakallsins kýs á milli umsækjenda bindandi kosningu.

Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. maí nk. til fimm ára í ljósi niðurstöðu kjörnefndar.

Sóknarprestur í Njarðvíkursókn er séra Baldur Rafn Sigurðsson.

Ein kirkja tilheyrir prestakallinu, Njarðvíkurkirkja.