Íbyggin Charlize Theron og Vin Diesel í The Fate of the Furious.
Íbyggin Charlize Theron og Vin Diesel í The Fate of the Furious.
The Fate of the Furious Áttunda kvikmyndin í hasarmyndasyrpunni The Fast & the Furious sem var að hluta tekin upp á Íslandi.
The Fate of the Furious

Áttunda kvikmyndin í hasarmyndasyrpunni The Fast & the Furious sem var að hluta tekin upp á Íslandi. „Reglurnar hafa sannarlega breyst í þessari áttundu mynd Fast and Furious -seríunnar þegar aðalmaður þeirra og höfuð „fjölskyldunnar“, Dominic Toretto, svíkur bæði félaga sína og eiginkonu og gengur í lið með hátæknisérfræðingnum og glæpadrottningunni Cipher“, segir um myndina á vefnum Kvikmyndir.is.

Leikstjóri er F. Gary Gray og meðal helstu leikara Charlize Theron, Dwayne Johnson, Scott Eastwood, Jason Statham og Vin Diesel.

Rotten Tomatoes: 76%

Going in Style

Þrír aldraðir æskuvinir, þeir Al, Willie og Joe, eru sviknir um ellilífeyrinn af bankanum sínum og ákveða að hefna sín með því að ræna bankann. Undirbúningurinn reynist þeim strembinn því þeir hafa enga reynslu af bankaránum. Leikstjóri er Zach Braff og með aðalhlutverk fara Morgan Freeman, Alan Arkin og Michael Caine.

Rotten Tomatoes: 44%

Genius

Myndin fjallar um ævi Max Perkins þegar hann vann sem ritstjóri Scribner, þar sem hann fór yfir verk höfunda á borð við Thomas Wolfe, Ernest Hemingway, F. Scott Fitzgerald og annarra. Leikstjóri er Michael Grandage og með aðalhlutverk fara Colin Firth, Jude Law og Nicole Kidman.

Rotten Tomatoes: 51%

Welcome to Norway!

Norsk kvikmynd sem segir af Petter Primus, manni með stóra drauma sem rætast sjaldan. Hann fær hugmynd sem gæti bjargað fjölskyldunni fjárhagslega, þ.e. að breyta hóteli sem hann rekur í athvarf fyrir hælisleitendur, þrátt fyrir tortryggni hans í garð útlendinga.

Leikstjóri er Rune Denstad Langlo og með aðalhlutverk fara Anders Baasmo Christiansen og Slimane Dazi. Frumsýnd 14. apríl.

Safari

Austurrísk heimildarmynd eftir Ulrich Seidl sem fjallar um veiðiferðir Þjóðverja og Austurríkismanna til Afríku. „Kvikmynd um drápsferðamenn og kvikmynd um mannlegt eðli,“ segir m.a. á vef Bíó Paradísar um myndina sem verður frumsýnd 14. apríl.