— AFP
Mótmælandi í Venesúela sést hér kasta táragassprengju til baka til lögreglunnar í fyrradag, en til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglunnar þá.

Mótmælandi í Venesúela sést hér kasta táragassprengju til baka til lögreglunnar í fyrradag, en til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglunnar þá. Mótmælt hefur verið sex daga í röð eftir að hæstiréttur landsins reyndi að leysa upp þjóðþingið og taka sér löggjafarvald. Rétturinn sneri svo við úrskurðum sínum eftir að alþjóðasamfélagið hafði gert háværar athugasemdir við þróun mála.

Aftur var mótmælt í gær, og skaut lögregla 19 ára gamlan háskólanema til bana í átökum milli lögreglu og andstæðinga Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Í heildina hafa tveir látist í mótmælunum síðustu daga.

Saksóknarar í Venesúela segja að um 40 manns verði ákærðir á næstu dögum fyrir þátt sinn í mótmælunum, en stjórnarandstaðan sækir nú hart að Maduro.