Úttekt Lagastofnunar Háskóla Íslands á stjórnsýslu Seðlabanka Íslands er dagsett hinn 26. október 2016 en var birt opinberlega á mánudaginn.
Úttekt Lagastofnunar Háskóla Íslands á stjórnsýslu Seðlabanka Íslands er dagsett hinn 26. október 2016 en var birt opinberlega á mánudaginn. Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir við Morgunblaðið að úttektin hafi verið unnin fyrir bankaráðið sem fékk hana til umfjöllunar þegar hún var tilbúin. „Bankráðið fór vandlega yfir úttektina á nokkrum fundum og fékk m.a. fulltrúa Lagastofnunar á fund til sín til að fara nánar yfir úttektina. Að þeirri umfjöllun lokinni var ákveðið að birta úttektina. Úttektin var ekki gerð með birtingu í huga enda voru í henni ýmis persónu- og fyrirtækjagreinanleg atriði sem varð að afmá áður en úttektin yrði birt. Það tók einfaldlega sinn tíma því það þurfti að gera mjög vandlega,“ segir hún.