Rassar Einhverjar skólahljómsveitir munu troða upp Hér er ein fræg. Hana skipuðu Rúnar Þór Pétursson, Benedikt H. Benediktsson og Egill Ólafsson.
Rassar Einhverjar skólahljómsveitir munu troða upp Hér er ein fræg. Hana skipuðu Rúnar Þór Pétursson, Benedikt H. Benediktsson og Egill Ólafsson. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrrverandi nemendur Núpsskóla koma saman til 110 ára afmælishátíðar á Núpi dagana 23. til 25. júní næstkomandi. Meðal dagskráratriða eru móttökur í Hlíð og Skrúði og dansleikur þar sem ýmsar skólahljómsveitir Núpsskóla stíga á stokk.

Fyrrverandi nemendur Núpsskóla koma saman til 110 ára afmælishátíðar á Núpi dagana 23. til 25. júní næstkomandi. Meðal dagskráratriða eru móttökur í Hlíð og Skrúði og dansleikur þar sem ýmsar skólahljómsveitir Núpsskóla stíga á stokk.

Aðalsteinn Eiríksson kynnir bókina „Saga Núpsskóla“, kaffisamsæti verður á Hótel Núpi og verður bókin seld á staðnum. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bókina í forsölu og fá nafn sitt á heillaóskaskrá geta skráð sig á vefnum nupsskoli.is fyrir 1. maí næstkomandi.