Sif Atladóttir
Sif Atladóttir
„Þetta voru ódýr mörk að okkar mati en kannski er 4:0 sanngjarnt miðað við leikinn. Mér fannst það ganga allt í lagi að takast á við hollensku sóknina, en við hleypum þeim svolítið fyrir aftan okkur.

„Þetta voru ódýr mörk að okkar mati en kannski er 4:0 sanngjarnt miðað við leikinn. Mér fannst það ganga allt í lagi að takast á við hollensku sóknina, en við hleypum þeim svolítið fyrir aftan okkur. Við náðum samt sem áður að halda í við þær og loka á þær á mikilvægum augnablikum. Þetta er góður lærdómur fyrir okkur. Það er ýmislegt sem við fáum að skoða og sjá,“ sagði Sif Atladóttir, miðvörðurinn reyndi í íslenska landsliðinu í knattspyrnu, eftir skellinn gegn Hollendingum í gær, 4:0.

„Það er ágætt að þetta gerðist núna, þá vitum við hvað við þurfum að gera og við þurfum að bregðast við þessu fyrir næstu leiki. Við héldum áfram þótt við værum að fá mörkin á okkur. Uppspilið gekk ágætlega og það er fullt af jákvæðum hlutum í þessum leik. Við náðum blússandi sókn í upphafi leiks og fengum fullt af föstum leikatriðum sem við potum inn næst,“ sagði Sif við Morgunblaðið. johanningi@mbl.is