Nýjar græjur Alda og Kristján Guðmundsson með hjartastuðtæki fyrir sjúkrabílinn í Ólafsvík 2002, en hún var þá í stjórn RKÍ í Snæfellsbæ.
Nýjar græjur Alda og Kristján Guðmundsson með hjartastuðtæki fyrir sjúkrabílinn í Ólafsvík 2002, en hún var þá í stjórn RKÍ í Snæfellsbæ.
Alda fæddist á Stóru-Heiði í Mýrdal en flutti 17 ára til Reykjavíkur og átti þar heima til 1973. Þá flutti hún til Kópaskers, bjó þar í 12 ár, síðan í Ólafsvík til 2006 en hefur síðan verið búsett á Akranesi.

Alda fæddist á Stóru-Heiði í Mýrdal en flutti 17 ára til Reykjavíkur og átti þar heima til 1973. Þá flutti hún til Kópaskers, bjó þar í 12 ár, síðan í Ólafsvík til 2006 en hefur síðan verið búsett á Akranesi. Á þessari hægfara hringferð um landið hefur Alda lengst af verið upptekin af hjálparstarfi Rauða krossins.

„Þetta hjálparstarf hófst fyrir alvöru á Kópaskeri. Þá var enginn hjúkrunarfræðingur á staðnum en læknir kom í plássið einu sinni í viku. Heilsugæslan þar var í lágmarki en ég starfaði einmitt við heilsugæluna, gerði það sem ég gat og hafði vit á og í mörg horn var að líta með að annast sjúka og aldraða, veita þeim stuðning og aðhlynningu og afgreiða í apótekinu.

Í Ólafsvík var ég svo lengst af forstöðukona dvalarheimilisins Jaðars en vann alltaf með Rauða krossinum og er nú formaður Rauða krossins hér á Akranesi. Og hér er í nógu að snúast. Við erum með opið hús fyrir nýbúa, Barnahóp, einu sinni í viku, Skvísuhóp fyrir konur í hópi nýbúa sem hittast á laugardagsmorgnum og matarkvöld einu sinni í mánuði þar sem boðið eru upp á ljúffenga, framandi rétti, víðs vegar að úr heiminum.

Auk þess höldum við námskeið í skyndihjálp og prjónum og sendum fatapakka, sokka, vettlinga og peysur til Hvíta-Rússlands. Ég hef því engan tíma til að velta fyrir mér eigin aldri. Það er bara heiður og blessun af því að ná góðum aldri og geta látið gott af sér leiða.“