Í réttarsalnum Áhugi sænskra fjölmiðla á málinu er eðlilega mikill.
Í réttarsalnum Áhugi sænskra fjölmiðla á málinu er eðlilega mikill. — AFP
Rakhmat Akilov játaði í gær að hann hefði framið hryðjuverkið í Stokkhólmi á föstudaginn, þegar vörubíl var ekið í mannþröng með þeim afleiðingum að fjórir létust og fimmtán til viðbótar særðust.

Rakhmat Akilov játaði í gær að hann hefði framið hryðjuverkið í Stokkhólmi á föstudaginn, þegar vörubíl var ekið í mannþröng með þeim afleiðingum að fjórir létust og fimmtán til viðbótar særðust.

Akilov, sem er 39 ára gamall Úsbeki, mun hafa samþykkt ákæruna á hendur sér, en hann var leiddur fyrir framan dómara í gær. Akilov tjáði sig ekki beint við réttinn heldur naut aðstoðar rússnesks túlks, en rússneska mun vera móðurmál hans. Þegar Akilov hafði játað bað saksóknari málsins um að réttarsalurinn yrði rýmdur vegna þjóðaröryggis.

Verjandi mannsins sagði jafnframt við fjölmiðla að dómari hefði skipað Akilov að gangast undir sálræna aðstoð, en játning Akilovs ein og sér mun ekki nægja til sakfellingar. Lögreglan í Svíþjóð gaf fyrr í vikunni til kynna að það gæti tekið allt að heilu ári að rannsaka málið, en bætti við að hún teldi nær öruggt að Akilov væri sá sem framið hefði glæpinn, þar sem nær öll sönnunargögn bentu í þá átt.