Frestunarárátta. S-AV Norður &spade;K10 &heart;KDG32 ⋄654 &klubs;K103 Vestur Austur &spade;G972 &spade;863 &heart;9 &heart;87 ⋄ÁD82 ⋄G1093 &klubs;D976 &klubs;G542 Suður &spade;ÁD54 &heart;Á10654 ⋄K7 &klubs;Á8 Suður spilar 6&heart;.

Frestunarárátta. S-AV

Norður
K10
KDG32
654
K103

Vestur Austur
G972 863
9 87
ÁD82 G1093
D976 G542

Suður
ÁD54
Á10654
K7
Á8

Suður spilar 6.

Með trompi út standa sagnhafa tveir 50% kostir til boða – að spila tígli að kóng eða svína spaðatíu. Hann getur valið annan, ekki báða. En hvorn? Það er spurningin stóra.

Slemma var sögð á 17 borðum Íslandsmótsins af 40 og vannst 10 sinnum, oftast eftir spaðaútspil. Með laufi út vaknar lauftían til lífsins og tveir sagnhafar nýttu sér þann möguleika með góðum árangri. Allir sem töpuðu slemmunni fengu út tromp og völdu að spila tígli að kóng. Ástæðan er sennilega sálfræðileg. Það er hægt að fresta tígulíferðinni lengi vel, en spaðatíunni verður að svína strax. Flýtur meðan ekki sekkur.

Kannski hefðu hinir ófarsælu sagnhafar átt að velta betur fyrir sér útspilinu. Af hverju kom út tromp? Af hverju kom ekki út tígull? Auðvitað hafa sagnir sitt að segja við svona ákvarðanir, en trompútspilið eitt og sér bendir til þess að vestur sé með viðkvæma liti til hliðar.