Bandaríska flugfélagið United Airlines mátti þola sinn skerf af gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir að myndskeið birtust á netinu af því þegar farþega í flugi félagsins milli Chicago og Louisville í Kentucky var dreginn frá borði af lögreglumönnum.

Bandaríska flugfélagið United Airlines mátti þola sinn skerf af gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir að myndskeið birtust á netinu af því þegar farþega í flugi félagsins milli Chicago og Louisville í Kentucky var dreginn frá borði af lögreglumönnum. Farþeginn, sem var læknir af víetnömskum uppruna, hafði neitað að yfirgefa sæti sitt, en flugvélin hafði verið yfirbókuð. Flugfélagið þurfti að koma fjórum starfsmönnum sínum til Louisville og bauð því farþegunum gull og græna skóga fyrir að víkja sæti.

Þegar enginn fékkst til þess að yfirgefa vélina voru fjórir farþegar valdir af handahófi. Á myndskeiðunum sem fóru víða um netið í gær sést hvernig þrír lögreglumenn draga manninn úr sæti og úr vélinni, en hann blóðgaðist við átökin. Einum lögreglumannanna hefur nú verið veitt leyfi frá störfum. Hefur mikil reiði beinst að flugfélaginu og háværar kröfur heyrst um að United verði sniðgengið í viðskiptum eftirleiðis.