Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélagins, segir afstöðu félagsins vera skýra og hefur það sent umsögn til Alþingis þess efnis.
Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélagins, segir afstöðu félagsins vera skýra og hefur það sent umsögn til Alþingis þess efnis. „Við hugsum fyrst og fremst um öryggi neytandans eða sjúklingins og hann hefur ekki kost á að biðja um faglega ráðgjöf í almennum verslunum,“ segir Lóa. Hún segir lyf vera viðkvæma vöru og fylgjast þurfi vel með t.d. hitastigi þar sem lyf eru geymd. Hún segir jafnframt verslanir hafi ítrekað brotið reglur um nikótínlyf, sem verslanir megi selja, en þau skuli geymd fyrir aftan afgreiðsluborð og það sé ekki alltaf gert.