Ögurkirkja í Ögurvík.
Ögurkirkja í Ögurvík. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Orð dagsins: Upprisa Krists
AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfsstræti 19, laugardag. Biblíufræðsla kl. 11. Guðþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Barnastarf

AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Brekastíg 17, laugardag. Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkur kirkju.

AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Blikabraut 2, Reykjanesbæ, Laugardag. Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður Stefán Rafn Stefánsson. Sameiginleg máltíð eftir samkomu.

AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Hólshrauni 3, Laugardag. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu

AKRANESKIRKJA | Kvöldmáltíðarmessa skírdag kl. 20. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar.

Kvöldstund við krossinn föstudaginn langa kl. 20. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar.

Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 11. Sr. Eðvarð Ingólfsson þjónar: Heitt súkkulaði í safnaðarheimilinu eftir messu.

Hátíðarguðsþjónusta Dvalarheimilinu Höfða annan í páskum kl. 12.45. Sr. Eðvarð Ingólfsson þjónar. Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á orgelið í öllum athöfnunum og félagar úr Kór Akraneskirkju syngja.

AKUREYRARKIRKJA | Kyrrðar- og fyrirbænastund skírdag kl. 12.

Kyrrðarstund við krossinn föstudaginn langa kl. 21. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Hátíðarmessa páskadag kl. 8. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Páskahlátur og léttur morgunverður í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Yngri og eldri barnakórar Akureyrarkirkju syngja.

Guðsþjónusta á Hlíð annan í páskum kl. 14. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Guðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni kl. 17. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1 á páskadag kl. 14.

ÁRBÆJARKIRKJA | Skírdag. Fermingarmessa kl. 10.30, sr. Þór Hauksson og Petrína M. Jóhannesdóttir. Fermingarmessa kl.13.30.

Föstudaginn langa. Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Lithanian sungin. Organisti Krizstina Kalló Szklenár. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Stabat Mater eftir Perolesi. Einsöngvarar: Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Rósalind Gísladóttir.

Páskadagsmorgunn. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Þór Hauksson þjónar og prédikar. Organisti Krizstina Kalló Szklenár.

Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Trompetleikari Guðmundur Hafsteinsson. Morgunkaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Organisti Krizstina Kalló Szklenár. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, Ingunn Jónsdóttir djákni og sr. Þór Hauksson sjá um stundina.

ÁSKIRKJA | Skírdagur. Messa á Skjóli kl. 13. Sameiginleg messa Ás- og Laugarneskirkju í Laugarneskirkju kl. 20. Flutt sálumessa Fauré. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar ásamt sr. Sigurði Jónssyni.

Sameiginleg útvarpsguðsþjónusta Ás- og Laugarneskirkju í Áskirkju föstudaginn langa kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson og sr. Davíð Þór Jónsson þjóna.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta í Áskirkju kl. 8. Morgunverður að guðsþjónustu lokinni. Sameiginleg fjölskylduguðsþjónusta Ás- og Laugarneskirkju í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl 11.

ÁSTJARNARKIRKJA | Föstudaginn langa kl. 17. Lestur 10 Passíusálma. Á milli lestra leikur Matthías V. Baldursson gamla lagboða við sálmana á ýmis blásturshljóðfæri.

Páskadag kl. 11. Hátíðarmessa. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Prestur er Kjartan Jónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Þar verður kósístund. Hressing og samfélag á eftir.

BESSASTAÐAKIRKJA | Helgistund skírdagur kl. 17 með afskrýðingu altaris.

Gengið milli kirkna föstudaginn langa. Gengið frá Bessastaðakirkju kl. 16, farið í Garðakirkju. Þar er helgistund kl. 17.

Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 8. Kirkjugestum er boðið í safnaðarheimilið að guðsþjónustu lokinni þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og rúnnstykki. Sr. Hans Guðberg þjónar í öllum athöfnum og Álftaneskórinn syngur 13. og 16. apríl. Organistar Bjartur Logi Guðnason og Douglas Brotchie.

BORGARPRESTAKALL | Guðsþjónusta í Borgarneskirkju föstudaginn langa kl. 14.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 8. Morgunverður og samvera í Safnaðarheimilinu að lokinni athöfn. Hátíðarguðsþjónusta í Borgarkirkju kl. 14.

Annar páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta í Álftaneskirkju kl. 14. Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 16.30. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Skírdagur. kl. 19. Örn Magnússon leikur verk tengd kyrru viku á orgel kirkjunnar. kl. 20. Messa og Getsemanestund. Prestur Þórhallur Heimisson. Organisti Örn Magnússon. Kór Breiðholtskirkju syngur.

Föstudaginn langa kl. 11. Helgistund við krossinn. Píslarsagan lesin. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti Örn Magnússon. Félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja verk tengd Píslarsögunni.

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Prestur Þórhallur Heimisson. Organisti Örn Magnússon. Félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja. Morgunverður í safnaðarheimilinu eftir messuna. Pálínuboð. Ensk messa kl. 14. Prestur Toshiki Toma. Organisti Örn Magnússon.

BRÆÐRATUNGUKIRKJA | Messa skírdag kl. 14. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason.

BÚRFELLSKIRKJA í Grímsnesi | Fermingarmessa annan í páskum kl. 14. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason.

BÚSTAÐAKIRKJA | messa með altarisgöngu skírdagskvöld kl. 20, séra Pálmi Matthíasson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari.

Messa föstudaginn langa kl 14. Píslarsagan verður lesin, Örnólfur Kristjánsson sellóleikari og Jónas Þórir kantor sjá um tónlistina og séra Pálmi Matthíasson þjónar fyrir altari.

Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 8 félagar úr kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Séra Pálmi Matthíasson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Morgunkaffi í safnaðarsal á eftir. Messa í Bláfjöllum kl. 13 ef veður leyfir.

Fermingarmessa annan í páskum kl 10:30.

DIGRANESKIRKJA | Skírdagur. Kl. 11 fermingarmessa. Prestarnir Magnús Björn Björnsson, Gunnar Sigurjónsson og æskulýðsf. Eline Rabbevåg sjá um athöfnina, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Kl. 20. Frá skírdegi til páskasólar, minning síðustu kvöldmáltíðar, prestur Magnús Björn Björnsson, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir.

Föstudagurinn langi. Kl. 20. passíuguðsþjónusta með ritskýringu 22. Davíðssálms og orgelleik. Prestur er Gunnar Sigurjónsson, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir.

Laugardagur. Páskavakan hefst kl. 22 við eldstæði utan kirkju með tendrun páskaljóssins. Athöfninni stýra prestarnir Gunnar Sigurjónsson og Magnús Björn Björnsson.

Páskadagur. Hátíðin hefst að morgni kl. 8. Sungin verður hátíðarmessa sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Magnús Björn Björnsson, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Eftir messu er morgunmatur í safnaðarsal.

Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Skírdagur. Kvöldmáltíðarmessa kl. 19 og tilbeiðsla altarissakramentisins til miðnættis. Föstudagurinn langi. Krossferilsbæn kl. 11 á íslensku. Guðsþjónusta kl. 15 á íslensku og kl. 18 á pólsku. Laugardagur 15. apríl. Matarblessun að pólskum sið kl. 11, 11.20, 11.40 og 12. Páskavaka kl. 22. Páskadagur. Messa kl. 6 að morgni á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Annar dagur páska. Messa kl. 10.30 íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á íslensku.

DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa skírdag kl. 11. Séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna. Á skírdagskvöld er messa kl. 20, þar sem séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Í lok messu verður altarið afklætt, meðan hugleidd er bæn Jesú í Getsemane. Karl Sigurbjörnsson, biskup mun þjóna á föstudaginn langa kl. 11 og séra Sveinn Valgeirsson á páskadag kl. 8 árdegis og kl. 11 á páskadag mun frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédika og sr. Hjálmar og sr. Sveinn þjóna. Séra Hjálmar er svo með messu kl. 11 annan í páskum. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.

EIÐAKIRKJA | Hátíðarmessa á páskadag kl. 14. Ferming.

FELLA- og Hólakirkja | Skírdag. Fermingarmessa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjóna og ferma. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.

Föstudaginn langa. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Píslarsagan lesin. Kór kirkjunnar flytur tónlist sem tengist deginum. Inga Backman syngur einsöng.

Páskadag. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Prestar kirkjunnar og djákni þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur þrjá fyrstu kafla úr Gloria eftir Vivaldi undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Einsöngvarar Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Inga Backman. Grímur Helgason leikur með á klarinett. Að guðsþjónustu lokinni verður öllum boðið til morgunverðar í safnaðarsal kirkjunnar. Páskaeggjaleit í sunnudagaskólanum á sama tíma í umsjá Péturs og Ástu.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Föstudaginn langa verða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í heild sinni. Halldór Hauksson les sálmana og leikur á píanó fjórradda útsetningar eftir Johann Sebastian Bach. Flutningurinn hefst kl. 13 og stendur í um fimm klukkustundir. Kvöldtónleikar kl. 20. Strengjakvartett og söngvarar frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands flytja margvísleg verk til minningar um píslargöngu Jesú Krists.

Hátíðarguðsþjónusta, páskadagsmorgun kl. 9. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir almennan söng ásamt Sólveigu Önnu Aradóttur organista. Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Páskaegg og veitingar í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni.

GARÐAKIRKJA | Föstudagurinn langi. Helgiganga frá Vídalínskirkju kl. 15. Helgiganga frá Bessastaðakirkju kl. 16. Helgistund og Passíusálmalestur í Garðakirkju kl. 17. Lesari Guðmundur Andri Thorsson. Kór Vídalínskirkju og Jóhann Baldvinsson, organisti. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson.

GRAFARVOGSKIRKJA | Fermingar skírdag kl. 10.30 og 13. Boðið til máltíðar skírdagskvöld kl. 20. Við neytum einfaldrar máltíðar við langborð í kirkjunni. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar.

Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Söngkonur og strengjasveit flytja lög úr Stabat Mater eftir Pergoleis. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða fluttir í heild sinni kl. 13-18. Rithöfundar lesa.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngvari er Gissur Páll Gissurarson. Organisti er Hákon Leifsson. Heitt súkkulaði eftir messu. Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Eiri kl. 10. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Upprisuhátíð í Kirkjuselinu kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Vox Populi syngur. Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng og Hilmar Örn Agnarsson spilar. Fiskisúpa Sægreifans á eftir.

Fermingar annan í páskum kl. 10.30 og 13.30.

GRAFARVOGUR – KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Upprisuhátíð páskadag kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur. Einsöngvari er Björg Þórhallsdóttir. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Boðið er upp á fiskisúpu Sægreifans eftir messu.

GRENSÁSKIRKJA | Messa skírdag kl. 20. Altarisganga. Halldór A. Haraldsson leikur á selló Messuhópur þjónar. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Altarið afskrýtt að lokinni messu.

Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 11. Píslarsagan lesin.

Fagnaðarguðsþjónusta páskadag kl. 8. Sameiginlegur morgunverður að lokinni guðsþjónustu.

Annar í páskum. Fermingarmessa kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta Kirkju heyrnarlausra kl. 17. Kór kirkju heyrnarlausra syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Kaffi á eftir.

Kirkjukór Grensáskirkju syngur, organisti er Ásta Haraldsdóttir og prestur sr. Ólafur Jóhannsson í öllum athöfnum nema annað sé tekið fram.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Messa með altarisgöngu skírdag kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjónar og sr. Birgir Thomsen aðstoðar við útdeilingu. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista.

Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 14 í hátíðasal Grundar. Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Skírdagur. Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar Karl V. Matthíasson og Skírnir Garðarsson, organisti Ástvaldur Traustason, kór Guðríðarkirkju syngur. Djassmessa kl. 20. Prestar Karl V. Matthíasson og Sigurjón Árni Eyjólfsson. Tónlist í umsjá Ásbjargar Jónsdóttur, Ásvalds Traustasonar og Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Boðið verður upp á kaffisopa eftir messuna.

Föstudagurinn langi. Passíusálmalestur frá kl. 10-14.

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Prestar Karl V. Matthíasson og Skírnir Garðarsson, organisti Ástvaldur Traustason og kór Guðríðarkirkju syngur. Boðið verður upp á morgunmat eftir messu. Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur Karl V. Matthíasson og organisti Ástvaldur Traustason. Boðið verður upp á kaffisopa og páskaegg eftir messu. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | 12. apríl kl. 17-19. Lux aeterna syngur passíusálma 28-35.

Skírdagur. Fermingarmessa kl. 11. Lux aeterna syngur passíusálma 36-41 kl. 17-19. Heilög kvöldmáltíð kl. 17.50. Prestur Þórhildur Ólafs.

Föstudagurinn langi. Kyrrðarstund kl. 11. Magnea Tómasdóttir syngur úr passíusálmunum. Lesið úr píslarsögunni. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Lux aeterna syngur passíusálma 42-50 kl. 17-19.

Páskadagur. 16. apríl. Hátíðarmessa kl. 8. Sr. Þórhildur Ólafs predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn syngur. Morgunverður í Hásölum Strandbergs eftir messuna. Hátíðarmessa Sólvangi kl. 15. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja.

HALLGRÍMSKIRKJA | Skírdagur. Söngvahátíð barnanna kl. 14. Sjö barnakórar syngja fjölbreytta efnisskrá. Umsjón Margrét Bóasdóttir. Kvöldmessa og getsemanestund kl. 20. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum.

Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Píslarsagan lesin. Pássíusálmalestur kl. 13-18. Rithöfundar lesa. Nemendur Tónskóla þjóðkirkjunnar, ásamt Birni Steinari Sólberssyni organista leika á Klais-orgelið á milli lestra.

Páskadagur. Guðsþjónusta kl. 8. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum. Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messuþjónum.

Annar í páskum: Hátíðarmessa og ferming kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Birgir Ásgeirsson þjóna ásamt messuþjónum. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur í öllum messum páskahátíðarinnar og Björn Steinar Sólbergsson er organisti.

HÁTEIGSKIRKJA | Skírdagskvöld kl. 20. Taizémessa, prestur María Ágústsdóttir, organisti Kári Allansson.

Föstudaginn langa kl. 14. Lesið og sungið um krossinn, prestur Eiríkur Jóhannsson, organisti Kári Allansson.

Páskadagsmorgunn kl. 9. Hátíðarguðsþjónusta og morgunverður. Prestar Eiríkur Jóhannsson og María Ágústsdóttir, organisti Kári Allansson, félagar í Kór Háteigskirkju syngja.

Annan í páskum kl. 10. Fermingarmessa. Prestar Eiríkur Jóhannsson og María Ágústsdóttir, organisti Kári Allansson, félagar í Kór Háteigskirkju syngja.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Kvöldmáltíðarsakramentið Skírdag kl. 20. Félagar úr kór kirkjunnar syngja. Við minnumst atburða síðustu kvöldmáltíðarinnar.

Kvöldvaka við krossinn föstudaginn langa. Píslarsagan lesin.

Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 9. Prestar kirkjunnar þjóna, sr. Karen Lind Ólafsdóttir predikar. Organisti Guðný Einarsdóttir. Kór Hjallakirkju syngur. Morgunverður í safnaðarheimili eftir messu.

HJALTASTAÐARKIRKJA | Messa skírdagskvöld kl. 20. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir. Um tónlistina sér Suncana Slamming organisti ásamt sínu tónlistarfólki. Meðhjálpari er Hildigunnur Sigþórsdóttir. Eftir messu er kaffi í kirkjunni.

Hofskirkja á Skagaströnd | Páskadag kl. 11 verður hátíðarguðsþjónusta, þar sem kór Hólaneskirkju syngur hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar og leiðir söng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Freydís Ósk Kristjánsdóttir og Sólveig Erla Baldvinsdóttir leika á hljóðfæri. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er María Hjaltadóttir.

HOLTASTAÐAKIRKJA Í LANGADAL | Sumardaginn fyrsta kl. 13 verður fermingarmessa. Kór Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar- og Holtastaðakirkju leiðir söng undir stjórn Sveins Árnasonar organista. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Kristín Jónsdóttir.

HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Föstudaginn langa kl. 17. Lágstemmd stund í kirkjunni með lestri Passíusálma og tónum sem Hugrún Sif Hallgrímsdóttir leikur.

Páskadag kl. 9. Hátíðarmessa þar sem kór Hólaneskirkju syngur hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar og leiðir söng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Fermt verður í athöfninni. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Steindór Runiberg Haraldsson. Eftir messuna er boðið upp á brauð, heitt súkkulaði og annað góðgæti.

HRAFNISTA HAFNARFIRÐI | Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 11 í Menningarsalnum. 1. hæð. Organisti Kristín Waage. Hátíðarkvartett syngur. Forsöngvari Þóra Björnsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari.

HRAFNISTA REYKJAVÍK | Messa skírdag kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli, 4. hæð. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Einsöngur Inga Dóra Stefánsdóttir. Organisti Magnús Ragnarsson. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja. Sr. Svanhildur Blöndal þjónar fyrir altari.

HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Hátíðarmessa kl. 11. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

HREPPHÓLAKIRKJA | Föstudagurinn langi. Passíusálmalestur frá kl. 13-17. Lesarar á öllum aldri. Kaffiveitingar í safnaðarheimili á meðan á lestri stendur.

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 11. Kirkjukórinn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista leiðir söng.

HRUNAKIRKJA | Hátíðarmessa á páskadag kl. 8. Kirkjukórinn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar leiðir sönginn. Morgunkaffi í safnaðarheimili á eftir.

HVAMMSKIRKJA í Norðurárdal | Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 14. Organisti Jónína Erna Arnardóttir. Prestur. Elínborg Sturludóttir.

HVERAGERÐISKIRKJA | Messa Skírdagskvöld kl. 21. Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl. 14. Píslarsagan lesin. Hátíðarguðsþjónusta að morgni páskadags 16. apríl kl. 8. Morgunhressing í safnaðarheimilinu eftir messu.

ÍSLENSKA Kristskirkjan | Helgistund föstudaginn langa. kl. 14. Orð Guðs íhugað, upplestur úr passíusálmunum og tónlist.

Páskadag hefst stundin á sameiginlegum málsverði kl. 11.30 þar sem allir koma með á borð. Kl. 13 verður svo hátíðarguðsþjónusta með lofgjörð og predikun. Ragnar Schram mun predika.

KÁLFATJARNARKIRKJA | Föstudaginn langa kl. 14. Lestur 10 passíusálma. Organisti kirkjunnar, Elísabet Þórðardóttir leikur gamla lagboða sálmanna á milli lestra. Heitt á könnunni á eftir.

Páskadag kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur organista, meðhjálpari er Símon Rafnsson og prestur sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag eftir guðsþjónustu.

KOTSTRANDARKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju Páskadag kl. 14.

KÓPAVOGSKIRKJA | Skírdagur. Fermingarmessa kl. 11. Altarisganga á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð kl. 13.15.

Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í heild sinni frá kl. 13. Lesari er Sigurður Skúlason. Nokkur hlé verða gerð á lestrinum, kór Kópavogskirkju og einsöngvarar Ólafía Linberg Jensdóttir og Þórunn Elín Pétursdóttir ásamt Lenku Mátéovu kantor flytja tónlist eftir Bach, Fauré, Mozart, Ola Gjeilo, Jakob Tryggvasson og Þorkel Sigurbjörnsson.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sungið er hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Á eftir guðsþjónustu verður boðið upp á morgunverðarhlaðborð í safnaðarheimilinu Borgum. Um kl. 9.45 verður gönguferð um Kársnesið í samvinnu við Sögufélag Kópavogs.

LANGHOLTSKIRKJA | Fermingarmessa skírdag kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Birna Kristín Ásbjörnsdóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng.

Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 11. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur þjónar. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng.

Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 10. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju auk eldri félaga leiðir safnaðarsöng. Sögustund og páskaeggjaleit barnanna fer fram á sama tíma í litla sal. Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi tekur á móti börnunum. Kirkjugestum er boðið til morgunverðarhlaðborðs að messu og sögustund lokinni. Við allar athafnir aðstoða Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og sjálfboðaliðar við helgihaldið.

LAUGARDÆLAKIRKJA í Flóa | Messa á skírdag 13. apríl kl. 13.30. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir.

LAUGARNESKIRKJA | Skírdagur. Messa kl. 20. Söngsveitin Fílharmónía flytur Requiem e. Gabriel Fauré undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngvarar eru Kristrún Friðriksdóttir og Valdimar Hilmarsson. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og Sr. Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari.

Föstudagurinn langi. Messa í Hátúni 12 kl. 13. Messa í hjúkrunarheimilinu Sóltúni kl. 14. Terminator-maraþon í safnaðarheimili kl. 15. sýndar verða: Terminator, Terminator 2: Judgment Day og Terminator: Salvation. Sr. Davíð Þór Jónsson flytur örstutt erindi um trúar- og biblíustef í myndunum.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og samvera í safnaðarheimilinu á eftir. Páskahátíð sunnudagaskóla Laugarneskirkju og Áskirkju í Húsdýragarðinum. Kl. 11. Tónlist, leikir og fræðsla. Sr. Sigurður Jónsson og sr. Davíð Þór Jónsson ásamt sunnudagaskólakennurum.

LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarmessur skírdag kl. 10.30 og 13.30. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn.

Klarinett: Símon Karl Sigurðarson. Einsöngur Hanna Björk Guðjónsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Kjartan Jósefsson Ognibene.

Guðsþjónusta á Hömrum föstudaginn langa kl. 14. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar ásamt Kirkjukór og organista.

Hátíðarguðsþjónusta páskadag kl. 8. Sr. Arndís Linn. Hugleiðingu flytur Rafn Jónsson, formaður sóknarnefndar. Einar Clausen syngur einsöng. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Þórhildur Þorleiksdóttir leikur á trompet. Kirkjukaffi í safnaðarheimili.

MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Hátíðarmessa páskadag kl. 11. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason. Söngkór Miðdalskirkju syngur.

MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 20. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene, Örnólfur Kristjánsson leikur á selló.

Mosfellskirkja í Grímsnesi | Hátíðarguðsþjónusta annan í páskum kl. 16. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir þjónar. Organisti er Jón Bjarnason.

NESKIRKJA | Messa skírdag kl. 18. Heilög kvöldmáltíð. Rætt verður um merkingu altarisgöngunnar. Sest að borðum við útdeilingu og kvöldmatur snæddur. Þau sem geta eru hvött til að leggja eitthvað til máltíðarinnar. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

Píslarsagan lesin og hugleidd föstudaginn langa kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson.

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sungið. Prestar kirkjunnar þjóna. Morgunkaffi og páskahlátur að messu lokinni. Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Stefanía Steinsdóttir leiða stundina.

Fermingarmessa annan í páskum kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestar kirkjunnar þjóna.

NORÐTUNGUKIRKJA í Þverárhlíð | Guðsþjónusta á skírdag kl. 14. Organisti Dóra Erna Ásbjörnsdóttir. Prestur Elínborg Sturludóttir.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Föstudaginn langa kl. 20.30 Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Jón Þorsteinn Sigurðsson les píslarsöguna. Á milli kafla syngja félagar úr Graduale Nobili undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Bæn og íhugun í rökkvaðri kirkju eftir lesturinn og altarisgöngu. Ólafur Kristjánsson tekur á móti.

Páskadagsmorguninn kl. 8. Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Verkið Lífshvörf eftir Eddu Rún Sverrisdóttur flutt/dansað.

Dansarar: Edda Rún Sverrisdóttir og Brynhildur Sigurðardóttir úr Ballettskóla Báru. Félagar úr Graduale Nobili leiða svör og sálmasöng undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Heitt súkkulaði og brauðbollur að lokinni messu í boði safnaðarstjórnar.

ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Hátíðarmessa á páskadag kl. 14. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.

SALT kristið samfélag | Páskadagur. Samkoma kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður Jón Kristinn Lárusson. Túlkað á ensku.

SELFOSSKIRKJA | Fermingarmessa á skírdag kl. 11.

Föstudagurinn langi. Lestur Passíusálma kl. 13. Kyrrðarstund við krossinn kl. 20, Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir. Páskadagur. hátíðarmessa kl. 8. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Morgunkaffi á eftir í boði og umsjón sóknarnefndar.

SELJAKIRKJA | Fermingarmessa skírdag kl. 13.30.

Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 11. Píslarsagan lesin, litanían sungin. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar. Einar St. Jónsson leikur á trompet. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. Morgunverðarhlaðborð í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann leiðir stundina. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Rósalindar Gísladóttur. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Tómas Guðni leikur á píanó.

Fermingarmessa annan páskadag kl. 13.30.

SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta Skírdag kl. 11. Dr. María Ágústsdóttir predikar. Kaffiveitingar. Sameiginlegt borðhald í kirkjunni að dönskum sið og altarisganga kl. 18. Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja.

Lestur passíusálmanna föstudaginn langa kl. 13-18. Safnaðarfólk les. Tónlistaratriði á milli lestra. Kaffi á könnunni.

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Sóknarprestur þjónar. Sr. Hjörtur Pálsson, skáld og rithöfundur predikar. Organisti kirkjunnar leikur. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Veitingar í safnaðarheimili eftir athöfn.

SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Skírdagur. fermingarmessa kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju undir stjórn Tryggva Hermannssonar organista syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Föstudaginn langa kl. 11. Lestur passíusálma og píslarsögu og tónlist leikin á milli lestra. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng, organisti er Sigurður Jónsson.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 9. Eftir guðsþjónustu er boðið upp á rúnnstykki og heitt súkkulaði í safnaðarheimilinu. Kór Seyðisfjarðarkirkju undir stjórn Tryggva Hermannsson organista syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Hátíðarguðsþjónusta á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði kl. 11.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Fermingarmessa skírdag kl. 11. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason.

STAFHOLTSKIRKJA | Fermingarmessa á skírdag kl. 11. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur. Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 14. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason.

ÚTHLÍÐARKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 16. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Úthlíðarkór leiða sönginn. Organisti er Jón Bjarnason.

VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Hátíðarmessa í Villingaholtskirkju kl. 11.00. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og afskrýðing altaris á skírdagskvöld kl. 20. Erla Björg Káradóttir syngur og Guðrún Þórarinsdóttir leikur á víólu.

Helgiganga frá Vídalínskirkju að Garðakirkju kl. 15 föstudaginn langa. Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun kl. 8. Sigurður Flosason leikur á saxófón. Kór Vídalínskirkju syngur. Jóhann Baldvinsson organisti og sr. Friðrik J. Hjartar þjóna í báðum athöfnunum.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fermingarmessa skírdag kl. 10.30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur Bragi J. Ingibergsson.

Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 11. Tónlist Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Prestur Bragi J. Ingibergsson.

Hátíðarmessa páskadag kl. 8. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Antoníu Hevesi. Prestur Bragi J. Ingibergsson. Páskaeggjaleit og páskaföndur fyrir börnin. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og meðlæti í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

ÞINGVALLAKIRKJA | Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 14. Prestur Halldór Reynisson. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.

Páskadagur. Messa við sólarupprás kl. 6.15. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari. Fábrotinn morgunverður að messu lokinni. Messa klukkan 14. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Prestur Kristján Valur Ingólfsson.

ÞORLÁKSKIRKJA | Skírdagur. Fermingarmessa kl. 13. Kór Þorlákskirkju. Organisti Miklos Dalmay. Guðmundur Brynjólfsson les.

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 10. Kór Þorlákskirkju. Miklos Dalmay. Guðmundur Brynjólfsson messar. Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

(Mark. 16)

(Mark. 16)

Höf.: (Mark. 16)