Póstþjónustan á Völlunum í Hafnarfirði hefur stórbatnað síðustu daga eftir að hafa verið í miklu lamasessi í allan vetur.

Póstþjónustan á Völlunum í Hafnarfirði hefur stórbatnað síðustu daga eftir að hafa verið í miklu lamasessi í allan vetur. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í lok mars þegar vegabréf stúlku sem býr á Völlunum fannst heima hjá bréfberanum ásamt öðrum pósti. Þá hafði póstur borist seint og illa til íbúa á Völlunum, bréfberatöskur legið á glámbekk og bréf ekki verið flokkuð í póstkassa eða þau verið sett inn um rangar lúgur.

Pósturinn skoðaði dreifinguna á svæðinu í kjölfarið og fjölgaði bréfberum á svæðinu og herti eftirlit með dreifingunni. „Póstþjónustan hefur aldrei verið betri hér. Við erum að fá póstinn, hann er flokkaður rétt og ekki skilinn eftir uppi á póstkössunum og bæjarblöðin koma á réttum tíma,“ segir Einar Kristjánsson, íbúi á Völlunum.

ingveldur@mbl.is