Stjórn VÍS hefur ráðið Capacent til að halda utan um ráðningu á nýjum forstjóra félagsins.
Stjórn VÍS hefur ráðið Capacent til að halda utan um ráðningu á nýjum forstjóra félagsins. Eins og greint var frá í liðinni viku mun Jakob Sigurðsson láta af störfum forstjóra innan skamms en hann hefur verið ráðinn forstjóri breska efnaframleiðandans Victrex. Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarformanni VÍS, um hvernig ráðningarferlinu yrði háttað og hvort staðan yrði auglýst. „Við höfum ráðið Capacent til þess að stýra ferlinu og munum fylgja þeirra ráðleggingum,“ sagði Svanhildur Nanna í skriflegu svari við fyrirspurninni.