Á þessum degi fyrir þrjátíu árum fór platan The Joshua Tree í fyrsta sæti Bandaríska plötulistans. Þar sat hún í fimm vikur ásamt því að toppa vinsældalista í yfir 20 löndum. Platan var sú fimmta sem hljómsveitin U2 sendi frá sér og inniheldur m.
Á þessum degi fyrir þrjátíu árum fór platan The Joshua Tree í fyrsta sæti Bandaríska plötulistans. Þar sat hún í fimm vikur ásamt því að toppa vinsældalista í yfir 20 löndum. Platan var sú fimmta sem hljómsveitin U2 sendi frá sér og inniheldur m.a smellina „With or without you“ og „I still haven't found what I'm looking for“. Platan, sem var Grammyverðlaunuð, hefur selst í yfir 25 milljónum eintaka og er ein sú söluhæsta allra tíma. Þann 12. maí næstkomandi hefst tónleikaferðalag U2 þar sem hljómsveitin fagnar stórafmæli plötunnar.