Þrír varamenn tóku í gær sæti á Alþingi fyrir Viðreisn en þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn kallar inn varamenn á þing. Meðal þeirra var Bjarni Halldór Janusson, sem er yngsti þingmaðurinn til að taka sæti á Alþingi, samkvæmt frétt frá Viðreisn.
Þrír varamenn tóku í gær sæti á Alþingi fyrir Viðreisn en þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn kallar inn varamenn á þing. Meðal þeirra var Bjarni Halldór Janusson, sem er yngsti þingmaðurinn til að taka sæti á Alþingi, samkvæmt frétt frá Viðreisn.
Bjarni er fæddur 4. desember árið 1995 og var því 21 árs, fjögurra mánaða og 19 daga gamall þegar hann tók sæti á þingi. Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, átti metið en hún var 21 árs og 303 daga gömul þegar hún var kjörin á þing árið 2013.