Á verði Sérsveitarmaður á vettvangi axarárásar á lestarstöð í Düsseldorf.
Á verði Sérsveitarmaður á vettvangi axarárásar á lestarstöð í Düsseldorf. — AFP
Þjóðverjar greina nú mikla aukningu í glæpum sem runnir eru af pólitískum rótum og framdir af útlendingum, s.s. jíhadistum og stuðningsmönnum PKK, verkamannaflokks Kúrdistan.

Þjóðverjar greina nú mikla aukningu í glæpum sem runnir eru af pólitískum rótum og framdir af útlendingum, s.s. jíhadistum og stuðningsmönnum PKK, verkamannaflokks Kúrdistan. Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands, segir þessa þróun vera „ólíðandi“.

Fréttaveita AFP greinir frá því að í fyrra hafi alls 3.372 slík tilfelli verið skráð í Þýskalandi og er það aukning um 66,5% frá árinu 2015. Að sögn ráðherrans er um að ræða afbrot sem framin voru í nafni vígasamtaka Ríkis íslams eða PKK.

Þjóðverjar, auk annarra Evrópuþjóða, hafa þurft að þola hryðjuverk að undanförnu. Mannskæðasta árásin var gerð á jólamarkaði í Berlín í desember sl. Ók þá ungur karlmaður frá Túnis vöruflutningabíl á mikilli ferð inn í hóp fólks með þeim afleiðingum að 12 létust og 56 til viðbótar særðust, sumir hverjir alvarlega.