Sjónvarpsþáttaröðin Næturvörðurinn , The Night Manager , hlaut á dögunum þrenn verðlaun fyrir góðan leik í sjónvarpsþáttum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni en það vakti hins vegar athygli að þættirnir hlutu skömmu síðar engin aðalverðlauna Bafta-sjónvarpsverðlaunanna í Bretlandi. Um helgina var seinni hluti Bafta-verðlaunanna hins vegar veittur, og þá fyrir tæknivinnu við sjónvarpsþætti, og þá hreppti Næturvörðurinn tvenn verðlaun, fyrir bestu klippingu og hljóð.
Þáttaraðirnar The Crown , National Treasure og Planet Earth II hrepptu einnig tvenn verðlaun hver fyrir tækni- og sviðsvinnu.
Þá var þáttaröðin Stríð og friður , sem er byggð á skáldsögu Tolstoy, tilnefnd til fimm verðlauna en hlaut ein, fyrir hönnun sviðsmyndar.