[mynd af húsi héraðsdóms Rvk]
[mynd af húsi héraðsdóms Rvk]
Eitt af því sem helst greinir vestræn réttarríki, og þau ríki sem tekið hafa upp svipuð viðhorf til frelsis einstaklingssins, frá öðrum ríkjum er að almenningur í þessum ríkjum hefur rétt til að tjá sig um hvaðeina sem honum liggur á hjarta.

Eitt af því sem helst greinir vestræn réttarríki, og þau ríki sem tekið hafa upp svipuð viðhorf til frelsis einstaklingssins, frá öðrum ríkjum er að almenningur í þessum ríkjum hefur rétt til að tjá sig um hvaðeina sem honum liggur á hjarta.

Í grundvallarlögum þessara ríkja eru ákvæði um að fólk hafi þennan rétt og í því sambandi er talað um tjáningarfrelsi.

Þetta er eitt af því sem frjálsir fjölmiðlar byggja tilveru sína á, enda væri hugtakið frjáls fjölmiðill lítils virði ef ríkið ætlaði sér að setja nákvæmar reglur um hvað má segja og hvað ekki.

Engu að síður eru settar reglur um að ekki megi viðhafa meiðyrði, en slíkar reglur þarf að túlka nægilega þröngt til að réttindin til tjáningar hafi eitthvert gildi.

Hér á landi hefur að undanförnu reynt á tjáningarfrelsið. Hið opinbera hefur ákært tvo menn fyrir hatursorðræðu en tapað í bæði skiptin fyrir héraðsdómi.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að fólk þarf ekki að vera hlynnt því sem menn halda fram til að styðja það að þeir fái að tjá sig. Raunar er það svo að vörnin sem tjáningarfrelsið nýtur er einmitt sett svo að menn geti tjáð ólíkar, óvinsælar og jafnvel ógeðfelldar skoðanir.

Það þarf ekki að verja vinsælar og óumdeildar skoðanir, en það er stutt í skoðanakúgun og alræði ef þessar óvinsælu eru bannaðar.