Lukkuleg Nanna Kristín Magnúsdóttir með verðlaunaskjal í lok hátíðarinnar.
Lukkuleg Nanna Kristín Magnúsdóttir með verðlaunaskjal í lok hátíðarinnar.
Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Ungar eða Cubs á ensku, var valin besta sjálfstæða evrópska kvikmyndin á ÉCU – European Independent Film Festival sem lauk í París um helgina.

Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Ungar eða Cubs á ensku, var valin besta sjálfstæða evrópska kvikmyndin á ÉCU – European Independent Film Festival sem lauk í París um helgina. Ungar var valin sú besta af þeim fjölbreytilegu kvikmyndum sem sýndar voru á hátíðinni, þar á meðal heimildarkvikmyndum og leiknum kvikmyndum í fullri lengd. Með helstu hlutverk í Ungum fara Ólafur Darri Ólafsson, Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, Anna Bíbí Wium Axelsdóttir, Agla Bríet Gísladóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Myndin fjallar um einstæðan föður sem vill uppfylla draum ungrar dóttur sinnar um að halda náttfatapartí fyrir vinkonur sínar.

Þetta voru fjórðu verðlaunin sem Ungar hreppir á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum erlendis en hún var líka valin stuttmydn ársins á Eddu-hátíðinni, og besta íslenska stuttmyndin á Northern Wave og RIFF hátíðunum á síðasta ári.

Að þessu sinni voru 73 kvikmyndir frá 28 löndum valdar til sýningar á ÉCU – The European Independent Film Festival. Við lok hátíðarinnar voru veitt 25 verðlaun og viðurkenningar í fjórtán flokkum.