Laugardaginn 29. apríl nk. stendur til að safna saman þeim, sem eiga æskuminningar úr Skjólunum, nánar tiltekið frá Innri- og Ytri Skjólum; Faxaskjóli og Sörlaskjóli. Fyrirhugað er að hittast við gömlu Sunnubúðina kl 13.

Laugardaginn 29. apríl nk. stendur til að safna saman þeim, sem eiga æskuminningar úr Skjólunum, nánar tiltekið frá Innri- og Ytri Skjólum; Faxaskjóli og Sörlaskjóli. Fyrirhugað er að hittast við gömlu Sunnubúðina kl 13.

Núverandi íbúar eru boðnir velkomnir og hvattir til að mæta en allnokkrir þeirra eru af annarri og þriðju kynslóð frumbyggja Skjólanna. „Markmiðið er fyrst og fremst að hafa gaman af, hitta gamla vini og félaga, spjalla saman, rifja upp bernskubrekin og leikina. Gaman væri ef einhverjir hefðu upp í erminni sögulegan fróðleik af svæðinu eða skemmtilegar sögur að segja frá. Ekki síður væri áhugavert að heyra af upplifun þeirra sem nú búa í Skjólunum af hverfinu,“ segir Ólafur B. Schram, sem undirbýr gönguna.

Gengið verður frá Sunnubúð eftir Faxaskjóli að mótum Sörlaskjóls og svo út eftir Sörlaskjóli að Vegamótum. Eftir röltið er ætlunin að koma saman á Rauða Ljóninu.