„Landspítala bíður björt framtíð,“ sagði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra þegar hann ávarpaði ársfund Landspítalans í gær.

„Landspítala bíður björt framtíð,“ sagði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra þegar hann ávarpaði ársfund Landspítalans í gær. Óttarr talaði um að Landspítalinn hefði sterk tengsl við landsmenn og væri þannig uppspretta margvíslegra skoðanaskipta.

Framtíð spítalans væri hinsvegar ekki óskrifað blað því mikilvægar framkvæmdir og ákvarðanir væru í vændum. Þeirra á meðal er sjúkrahótelið sem verður fyrsti áfanginn í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut.