— Ljósmynd/Lluis Calm Vidal
Í tilefni af 100 ára sjálfstæðisafmæli Finnlands býður Norræna húsið til tónleika með Nordlyd Quartet á fimmtudag, 1. júní, kl. 20. Kvartettinn sem nú ferðast um Norðurlönd leikur verk eftir tónskáldin Jean Sibelius og Kaija Saariaho.

Í tilefni af 100 ára sjálfstæðisafmæli Finnlands býður Norræna húsið til tónleika með Nordlyd Quartet á fimmtudag, 1. júní, kl. 20. Kvartettinn sem nú ferðast um Norðurlönd leikur verk eftir tónskáldin Jean Sibelius og Kaija Saariaho.

Kvartettinn skipa fjórir nemendur frá Norska tónlistarháskólanum og sumarakademíunni Voksenåsen, en þau eru ættuð frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þetta eru fiðluleikararnir Aliisa Neige Barrière og Alexandra Peral, auk Ester Forsberg sem leikur á lágfiðlu og Andreas Øhrn á selló. Leiðbeinandi hópsins er Kaija Saariaho. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.