Skagafjörður Matarvagninn þykir ekki sóma sér á sögufrægum stað.
Skagafjörður Matarvagninn þykir ekki sóma sér á sögufrægum stað. — Ljósmynd/Byggðarsafn Skagfirðinga
Á dögunum var sérstökum matarvagni komið fyrir á lóð Glaumbæjarsafns í Skagafirði, en vagninn hefur vakið litla hrifningu íbúa héraðsins þar sem hann þykir stinga í stúf við hið forna og sögulega yfirbragð staðarins.

Á dögunum var sérstökum matarvagni komið fyrir á lóð Glaumbæjarsafns í Skagafirði, en vagninn hefur vakið litla hrifningu íbúa héraðsins þar sem hann þykir stinga í stúf við hið forna og sögulega yfirbragð staðarins. Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar hjá sveitarstjórn Skagafjarðar hafði stjórninni borist beiðni frá eiganda vagnsins, Helga Frey Margeirssyni, um að vagninum yrði komið fyrir hjá Glaumbæ en staðurinn dregur árlega til sín þúsundir ferðamanna. Hafi stjórnin samþykkt beiðnina, en aðeins einn hafi verið mótfallinn staðsetningu vagnsins.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður að Þjóðminjasafn hefði sent sveitarstjórn Skagafjarðar umsögn þar sem lagst væri gegn því að vagninum yrði komið fyrir á hinum sögufræga stað, þar sem þeim þætti hann ekki falla vel að staðnum og þjóðlegu umhverfi hans. Þrátt fyrir það hefði beiðnin verið samþykkt af hálfu sveitarstjórnarinnar og mun vagninn því fá að standa í sumar en um er að ræða tímabundið leyfi. Alls eru tíu staðir í umsjá Þjóðminjasafns í Skagafirði og er Glaumbær einn af þeim.