Verkefnisstjórar Þorsteinn Guðmundsson og Esther Ágústsdóttir verkefnisstjórar kynna starfsemi Bataskóla Íslands á opnum fundi á morgun.
Verkefnisstjórar Þorsteinn Guðmundsson og Esther Ágústsdóttir verkefnisstjórar kynna starfsemi Bataskóla Íslands á opnum fundi á morgun.
Bataskóli Íslands, sem formlega var opnaður í síðasta mánuði, heldur opinn kynningarfund í Gullteigi B salnum í Grand Hotel Reykjavík kl. 14.30 - 15.30 á morgun, þriðjudaginn 30. maí.

Bataskóli Íslands, sem formlega var opnaður í síðasta mánuði, heldur opinn kynningarfund í Gullteigi B salnum í Grand Hotel Reykjavík kl. 14.30 - 15.30 á morgun, þriðjudaginn 30. maí. Skólinn býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þess og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði.

Bataskóli Íslands er grundvallaður á batamiðaðri hugmyndafræði, en kjarni hennar er að byggja á þeirri reynslu sem fólk með geðrænar áskoranir hefur notað til þess að lifa ánægjulegu og fullnægjandi lífi. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Á vefsíðunni bataskoli.is eru upplýsingar um námskeiðin, en þau snúast m.a. um fyrrnefnda hugmyndafræði, kvíðastjórnun, sjálfstraust og samskiptahætti og þunglyndi, til léttara lífs. Námið er nemendum að kostnaðarlausu og hefst innritun á vefsíðunni eftir kl. 14 1. júní.

Á fundinum kynna verkefnisstjórarnir Esther Ágústsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson starfsemi skólans, sem hefst í haust. Allir velkomnir og heitt á könnunni.

Bataskóli Íslands er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Reykjavíkurborgar til þriggja ára og fjármagnaður af Reykjavíkurborg, Velferðarráðuneytinu, Geðhjálp og fleiri aðilum. Skólinn er í húsnæði Námsflokka Reykjavíkur, að Suðurlandsbraut 32, 2. hæð.