Útivist Landmælingafólk í gönguferð og kynnir sér land og leiðir.
Útivist Landmælingafólk í gönguferð og kynnir sér land og leiðir.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Landmælingar Íslands á Akranesi taka af krafti þátt í Hreyfiviku Ungmennafélags Íslands. Almenningi verður boðið í gönguferð með jarðfræðingi og þá verður opinn tími í undirstöðuatriðum í karate hjá starfsmanni stofnunarinnar.

Landmælingar Íslands á Akranesi taka af krafti þátt í Hreyfiviku Ungmennafélags Íslands. Almenningi verður boðið í gönguferð með jarðfræðingi og þá verður opinn tími í undirstöðuatriðum í karate hjá starfsmanni stofnunarinnar. Sömuleiðis verða hálftímalangir viðburðir fyrir starfsfólk alla virku dagana í Hreyfivikunni, svo sem gönguferðir.

Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, segir allt gert til þess að starfsfólki líði vel í vinnunni. Fyrir tveimur árum hafi verið tekið upp á því að gefa starfsfólki einn og hálfan tíma í viku hverri svo það geti aukið hreyfingu sína. Nota tímann til að lengja hádegishléið til dæmis ef farið sé á líkamsræktarstöð eða út að ganga eða byrja vinnudaginn með hressilegri hreyfingu. „Við erum alltaf að leita leiða til að starfsfólkinu líði vel enda skilar ánægður starfsmaður góðu verki. Hreyfing er stór þáttur í því að fólki líði vel. Starfsfólkið hefur meiri orku til að vinna og gera hlutina betur en ella.“ Magnús bætir við að starfsmenn stofnunarinnar, sem eru 25 alls, séu hvattir til þess að ferðast umhverfisvænt, til dæmis með því að ganga og hljóla. Þá sé hollusta á borðum í mötuneytinu og ekki er sóað. sbs@mbl.is