Vinsæl Sænska söngkonan Zara Larsson á ónefndri götu. Hún er væntanleg.
Vinsæl Sænska söngkonan Zara Larsson á ónefndri götu. Hún er væntanleg.
Sænska söngkonan Zara Larsson mun halda tónleika í Laugardalshöll 13. október nk. ásamt hljómsveit. Larsson hefur notið töluverðra vinsælda hin síðustu misseri og þykir rödd hennar mögnuð og tónlistin kraftmikil en hún flokkast sem rafpopp.

Sænska söngkonan Zara Larsson mun halda tónleika í Laugardalshöll 13. október nk. ásamt hljómsveit. Larsson hefur notið töluverðra vinsælda hin síðustu misseri og þykir rödd hennar mögnuð og tónlistin kraftmikil en hún flokkast sem rafpopp. Tónleikarnir sem haldnir verða hér á landi eru hluti af heimstónleikaferð Larsson.

Af vinsælum lögum Larsson má nefna „Lush Life“, „So Good“ og „This One's For You“ en það síðastnefnda var opinbert lag Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu í fyrra og var ein útgáfa af myndbandinu við það lag tileinkuð Íslandi. Larsson hefur einnig tekið upp myndband hér á landi, við smell sinn „Never Forget You“.

Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 9. júní kl. 10 á Tix.is/zara.