Salurinn Sýningarsalur SÍM er að Hafnarstræti 16 í miðbæ Reykjavíkur.
Salurinn Sýningarsalur SÍM er að Hafnarstræti 16 í miðbæ Reykjavíkur. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samsýning listamanna sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, á Seljavegi og á Korpúlfsstöðum í maí, verður opnuð í dag kl. 17 í sýningarsal SÍM að Hafnarstræti 16.

Samsýning listamanna sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, á Seljavegi og á Korpúlfsstöðum í maí, verður opnuð í dag kl. 17 í sýningarsal SÍM að Hafnarstræti 16.

Verkin á sýningunni eru afrakstur rannsókna og vinnu listamannanna sem hafa dvalið í mánuð eða lengur hér á landi, segir í tilkynningu og að listamennirnir komi frá ólíkum stöðum í heiminum og vinni með ýmsa miðla.

Léttar veitingar verða í boði við opnunina og verður sýningin einnig opin á morgun kl. 10-15.