Lögregla Mikill viðbúnaður var fyrir hálfmaraþon Manchester-borgar.
Lögregla Mikill viðbúnaður var fyrir hálfmaraþon Manchester-borgar. — AFP
Lögreglan í Manchester-borg í Bretlandi handtók í gærkvöldi tvo menn í tengslum við sprengjuárásina í tónleikahöllinni Manchester Arena í síðustu viku. Lögreglan þar í landi hefur gefið upp aldur mannanna tveggja og er annar þeirra 25 ára og hinn 19...

Lögreglan í Manchester-borg í Bretlandi handtók í gærkvöldi tvo menn í tengslum við sprengjuárásina í tónleikahöllinni Manchester Arena í síðustu viku. Lögreglan þar í landi hefur gefið upp aldur mannanna tveggja og er annar þeirra 25 ára og hinn 19 ára.

Hafa handtekið 13 manns

Árásarmaðurinn á bak við sprengjuárásina hefur verið nafngreindur af yfirvöldum sem hinn 22 ára gamli Salman Abedi. Abedi var breskur ríkisborgari af líbönskum uppruna, en yfirvöld í Bretlandi óttast að hann hafi átt samverkamenn sem gangi enn lausir. Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að það sé mögulegt að aðilar tengdir árásinni gangi enn lausir. Lögreglan hefur ráðist til inngöngu í íbúðir víðsvegar um Manchester-borg í tengslum við rannsókn sína síðustu daga. Þrátt fyrir aukið hættustig í Manchester síðustu daga var ákveðið að halda árlegt hálfmaraþon borgarinnar. Þúsundir borgarbúa tóku þátt í hlaupinu og var lögreglan með mikinn viðbúnað í borginni á meðan.