Gullpálminn Ruben Östlund tekur við verðlaununum í Cannes.
Gullpálminn Ruben Östlund tekur við verðlaununum í Cannes.
Sænski leikstjórinn Ruben Östlund hlaut í gær Gullpálmann, aðalverðlaunin í kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, sem var haldin í 70. sinn. Östlund fékk verðlaunin fyrir myndina The Square.

Sænski leikstjórinn Ruben Östlund hlaut í gær Gullpálmann, aðalverðlaunin í kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, sem var haldin í 70. sinn. Östlund fékk verðlaunin fyrir myndina The Square.

Myndin fjallar um eiganda listagallerís og miklar breytingar sem verða á lífi hans þegar hann vinnur að uppsetningu á umfangsmikilli sýningu. Með aðalhlutverkið fer danski leikarinn Claes Bang. Meðal annarra leikara í myndinni eru bresku leikararnir Dominic West og Elisabeth Moss.

Spænski leikstjórinn Pedro Almodóvar var formaður dómnefndarinnar. Sofia Coppola varð fyrir valinu sem besti leikstjórinn fyrir myndina The Beguiled. Bandaríkjamaðurinn Joaquin Phoenix var valinn besti leikarinn fyrir leik í You Were Never Really Here og þýsk/bandaríska leikkonan Diane Kruger var útnefnd besta leikkonan fyrir In the Fade.