Sundlaug Drengurinn fannst á botni djúpu laugarinnar.
Sundlaug Drengurinn fannst á botni djúpu laugarinnar.
Betur fór en á horfðist þegar dreng á leikskólaaldri var bjargað frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði sídegis í gær.

Betur fór en á horfðist þegar dreng á leikskólaaldri var bjargað frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði sídegis í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins dró sundlaugargestur drenginn upp á bakka laugarinnar, en hann hafði komið auga á hann á botni dýpri enda laugarinnar. Sundlaugargesturinn öskraði á hjálp viðstaddra áður en blásið var í hann lífi.

Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður laugarinnar, segir að drengurinn hafi verið endurlífgaður eftir að hann fannst á botninum. „Við eigum eftir að skoða myndskeið af atvikinu en ég veit ekki betur en að rétt hafi verið brugðist við,“ sagði Aðalsteinn. aronthordur@mbl.is