Það er leikur að lesa Lestrarbingóspjöld, orðaleit og óvissupakkar verða í boði í tengslum við sumarlesturinn í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Það er leikur að lesa Lestrarbingóspjöld, orðaleit og óvissupakkar verða í boði í tengslum við sumarlesturinn í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Sumarlestur er mikilvægur því hann viðheldur og eflir lestrarfærni sem börnin hafa náð yfir veturinn.

Sumarlestur er mikilvægur því hann viðheldur og eflir lestrarfærni sem börnin hafa náð yfir veturinn. Starfsfólk Bókasafns Reykjanessbæjar veit að eftir langan vetur eru flest börn reiðubúin til að brjóta upp daglega rútínu og hyggjast því bregða á leik með skemmtilegum sumarlestri. Lesturinn hefst formlega 1. júní, en móttaka skráningarblaða er hafin.

Öll börn í 1. og 5. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar fá blað með sér heim sem í senn er lestrarbingóspjald og skráningarblað. Börn í 6.-10. bekk fá blöðin með einkunnum í lok skólaárs eða send í tölvupósti. Einnig er hægt að fá skráningarblöð í afgreiðslu safnsins sem og fleiri bingóspjöld.

Þeir sem skila komast í pott og verða lestrarhestrar dregnir út tvisvar í mánuði í allt sumar og fá lestrarverðlaun. Orðaleit verður í boði til að leika sér með tungumálið og auka orðaforða. Þá verður boðið upp á sérstaka óvissubókapakka sem henta vel þeim sem ekkert vita hvað þeir eiga að lesa eða vilja fá ferskar hugmyndir. Öll börn fá bókaskrá sem þau skila til kennara sinna í haust. Boð á uppskeruhátíð í lok sumars verða svo send út rafrænt.