Ósammála Stjórnvöld í Hong Kong telja lækkaða einkunn Moody's ekki verðskuldaða. Lækkunin tengist beint lækkun lánshæfiseinkunnar Kína.
Ósammála Stjórnvöld í Hong Kong telja lækkaða einkunn Moody's ekki verðskuldaða. Lækkunin tengist beint lækkun lánshæfiseinkunnar Kína. — AFP
Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfi Hong Kong á miðvikudag, úr Aa1 niður í Aa2. Var það tilkynnt nokkrum klukkutímum eftir að Moody's lækkaði lánshæfi Kína úr flokki Aa3 niður í A1.

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfi Hong Kong á miðvikudag, úr Aa1 niður í Aa2. Var það tilkynnt nokkrum klukkutímum eftir að Moody's lækkaði lánshæfi Kína úr flokki Aa3 niður í A1. Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn Kína síðast árið 1989, í kjölfar asísku fjármálakreppunnar. Sagði matsfyrirtækið ákvörðunina um lækkun einkunnar Kína stýrast af áhyggjum af vaxandi skuldsetningu í kínverska hagkerfinu.

Í grein sem Paul Chan, fjármálaráðherra Hong Kong, birti á sunnudag gagnrýnir hann Moody's fyrir að hafa lækkað lánshæfi Hong Kong í takt við einkunn Kína. Segir hann að ákvörðun Moody's byggist á veikum grunni, að fjármálageiri Hong Kong sé mjög stöðugur og úrræði til staðar til að draga úr mögulegri áhættu af lánum til aðila á meginlandi Kína.

Að sögn Bloomberg mótmæltu stjórnvöld í Hong Kong ákvörðun Moody's strax á miðvikudag og sögðu að sjálfstjórnarhéraðið byggi að „traustum efnahagslegum undirstöðum, öflugu fjármálaregluverki, sterkum bönkum og góðum ríkisrekstri“. ai@mbl.is