— AFP
Indversk stjórnvöld sendu sjúkragögn og mat með herskipinu Shardul til Srí Lanka í gær en yfir hálf milljón manna hefur þurft að flýja heimili sín vegna flóða í landinu.

Indversk stjórnvöld sendu sjúkragögn og mat með herskipinu Shardul til Srí Lanka í gær en yfir hálf milljón manna hefur þurft að flýja heimili sín vegna flóða í landinu. Samkvæmt fréttum frá fréttaveitunni AFP var tala látinna komin í 151 í gær en líklegt er talið að fleiri hafi látist þar sem yfir hundrað er enn saknað.

Shardul kom til hafnar í borginni Colombo og hófust hermenn Indlandshers strax handa við að afferma skipið og koma neyðargögnunum á viðeigandi staði. Flóðið í Srí Lanka er talið eitt það versta sem eyjan hefur séð í meira en áratug.