Vandi þeirra barna og ungmenna sem koma til meðferðar á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, er talsvert flóknari og alvarlegri nú en áður. Fjölþættur vandi, þar sem saman koma neysla og áhættuhegðun, er algengasta ástæða meðferðar.

Vandi þeirra barna og ungmenna sem koma til meðferðar á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, er talsvert flóknari og alvarlegri nú en áður. Fjölþættur vandi, þar sem saman koma neysla og áhættuhegðun, er algengasta ástæða meðferðar. „Þetta geta verið flókin mál; neysla, afbrot, útigangur, slæmur félagsskapur og slæleg skólaganga. Svo er neyslan miklu alvarlegri og meiri en hún var áður, þau eru í harðari efnum og mörg í daglegri neyslu,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla.

Á föstudaginn voru 20 ár frá því að Stuðlar tóku til starfa og á þeim tíma hafa 813 börn og ungmenni notið þar meðferðar og að auki hafa 1.875 börn verið þar í neyðarvistun, sem er lokuð deild hugsuð sem skammtímaúrræði. 16