Fjölskyldan Sigurbjörg og Gunnar ásamt börnum.
Fjölskyldan Sigurbjörg og Gunnar ásamt börnum.
Sigurbjörg Eiríksdóttir í Heiðarbæ á Stafnesi á Reykjanesskaga, á 70 ára afmæli í dag. Hún ólst upp á Nýlendu á Stafnesi, en bjó síðan í Sandgerði og sat í bæjarstjórn þar í 12 ár og var formaður bæjarráðs í þrjú ár.

Sigurbjörg Eiríksdóttir í Heiðarbæ á Stafnesi á Reykjanesskaga, á 70 ára afmæli í dag. Hún ólst upp á Nýlendu á Stafnesi, en bjó síðan í Sandgerði og sat í bæjarstjórn þar í 12 ár og var formaður bæjarráðs í þrjú ár.

„Við hjónin erum búin að vera hérna í Heiðarbæ í 10 ár, byggðum á landareigninni sem fjölskyldan átti. Hér voru kartöflugarðar og í kringum húsið eru hlaðnir garðar og ég hef verið að setja niður tré og tré í skjólinu og þetta smám saman vex. Hann fer frekar hratt yfir hérna stundum, vindurinn.“ Stafnes er um 8 km fyrir sunnan Sandgerði, milli Hvalsness og Básenda. „Það var mikil samgöngubót þegar hringvegurinn kom en áður endaði vegurinn hérna við Stafnes.“

Þau hjónin reka ferðaþjónustu í Heiðarbæ, Stafnes Holiday Home, og eru með gistirými á neðri hæðinni fyrir átta manns og sumarbústað fyrir fimm. „Þetta hefur verið mjög vinsælt og við fáum ansi góða dóma. Þetta gefur okkur mikið og gestum finnst vingjarnlegt að koma hingað og gistingin er ekki of dýr. Þetta erum við hjónin að bardúsa við núna. Svo finnst mér gaman að lesa og er mikið í tölvunni eins og krakkarnir og les blöðin í gegnum netið.“ Sigurbjörg er í stjórn Félags eldri borgara á Suðurnesjum og sóknarnefnd Hvalsneskirkju.

Eiginmaður Sigurbjargar er Gunnar Borgþór Sigfússon. Hann rak ásamt syni sínum fyrirtækið Fúsi sértak, sem sér um sandblástur og málningu, og vinnur þar enn hlutavinnu en er búinn að selja sinn hluta í rekstrinum syni þeirra hjóna, Sigfúsi Þórhalli, og tengdadótturinni Erlu Jónu. Önnur börn Sigurbjargar og Gunnars eru Eiríkur Jón, Jóhanna Ósk, Konný Hrund og Linda Ösp. Þau eiga 16 barnabörn og 3 langafa- og langömmubörn.

„Ég ætla að bjóða aðstandendum mínum og vinum heim í kaffi í dag. Það verður opið hús frá klukkan þrjú og fram eftir.“