— Ljósmynd/Bjarni Össurarson
„Ég hef haft þessa ástríðu frá því ég var unglingur. Maður fylgist með gróðri og veðurfari og fær einstaka tengingu við náttúruna,“ segir Torbjörn Andersen, læknir og býflugnabóndi. Harðsnúinn hópur áhugafólks undir forystu Egils R.

„Ég hef haft þessa ástríðu frá því ég var unglingur. Maður fylgist með gróðri og veðurfari og fær einstaka tengingu við náttúruna,“ segir Torbjörn Andersen, læknir og býflugnabóndi.

Harðsnúinn hópur áhugafólks undir forystu Egils R. Sigurgeirssonar, læknis og formanns Býræktarfélags Íslands, hefur unnið að því að innleiða þessa nýju búgrein hér á landi. Búin eru flutt inn frá Álandseyjum og haldin námskeið fyrir nýja ræktendur. Á ýmsu hefur gengið en menn hafa verið að læra að halda lífinu í búunum yfir veturinn.

Um 100 býflugnabændur eru nú hér á landi með alls á þriðja hundrað bú. Þeim mun fjölga í ár því áhuginn fer vaxandi.

Menn eru með búin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og úti um land, meðal annars við sumarhús sín. Thorbjörn bendir á að íslenskur gróður henti vel fyrir hunangsbýfluguna. Hann vill þó forðast garða þar sem skordýraeitur hefur verið notað og varar fólk við að nota slíkt eitur. Íslendingar þurfi á því að halda fyrir heilsu sína að hafa lifandi skordýraheim.

helgi@mbl.is