29. maí 1947 Dakotavél frá Flugfélagi Íslands rakst á Hestfjall við Héðinsfjörð og 25 manns fórust. Þetta var þá mesta flugslys á Íslandi. Vélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar.

29. maí 1947

Dakotavél frá Flugfélagi Íslands rakst á Hestfjall við Héðinsfjörð og 25 manns fórust. Þetta var þá mesta flugslys á Íslandi. Vélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Hálfri öld síðar var settur kross í fjallið til minningar um þá sem létust.

29. maí 1999

Lagið All out of luck náði öðru sæti í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, hlaut 146 stig, sautján stigum færra en sigurlagið. Lagið var eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og var flutt af Selmu Björnsdóttur. Þetta var besti árangur Íslendinga í keppninni.

29. maí 2008

Suðurlandsskjálfti sem mældist 6,3 stig varð kl. 15:46. Upptökin voru skammt austan við Hveragerði. Víða varð tjón á byggingum og innanstokksmunum. Margir slösuðust en enginn alvarlega.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson