Axel Bóasson
Axel Bóasson
Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, hafnaði í 3.-5. sæti á Jyske Bank PGA Championship, en mótið er hluti af Nordic League-atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki mótaraða í Evrópu. Leikið var í Silkeborg í Danmörku.

Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, hafnaði í 3.-5. sæti á Jyske Bank PGA Championship, en mótið er hluti af Nordic League-atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki mótaraða í Evrópu. Leikið var í Silkeborg í Danmörku.

Leiknir voru þrír hringir og lék Axel frábært golf á öðrum hring sem hann fór á 64 höggum, eða 8 höggum undir pari. Í gær lék hann á höggi undir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á höggi yfir pari. Axel lék því samtals á -8 höggum og var fimm höggum á eftir áhugamanninum Oskar Ambrosius. Martin Leth Simonsen, einnig frá Danmörku, varð í 2. sæti á -9 höggum. Axel fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum, en Simonsen paraði þær.

Fyrir árangurinn fékk Axel 20.700 danskar krónur, jafnvirði rúmlega 300 þúsund króna. Andri Þór Björnsson varð í 8.-11. sæti á -4 höggum, en hann lék á -7 höggum í gær, og Haraldur Franklín Magnús í 19.-23. sæti eftir að hafa samtals leikið á pari. sindris@mbl.is