MSC Preziosa Risastórt skip sem kemur þrisvar til Reykjavíkur á þessu sumri.
MSC Preziosa Risastórt skip sem kemur þrisvar til Reykjavíkur á þessu sumri.
Á morgun, sunnudag, kemur stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Preziosa, sína fyrstu ferð til Reykjavíkur. Samkvæmt áætlun á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 7 að morgni. Skipið mun hafa sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka.

Á morgun, sunnudag, kemur stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Preziosa, sína fyrstu ferð til Reykjavíkur. Samkvæmt áætlun á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 7 að morgni. Skipið mun hafa sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka.

Af því tilefni munu starfsmenn Faxaflóahafna afhenda skipstjóranum skjöld til minningar um heimsóknina til höfuðborgarinnar.

MSC Preziosa mun koma tvisvar sinnum aftur í sumar til Reykjavíkur, þ.e. 25. júlí og 17. ágúst. Skipið mun ávallt hafa yfir sólarhrings viðdvöl.

MSC Preziosa er í eigu MSC Cruises og er skrásett í Panama. MSC Preziosa er 139.072 brúttótonn, 333 metrar að lengd og 38 metra breitt. Á skipinu eru 18 þilför og þar af eru 13 þilför sem eru í notkun af farþegum skipsins.

MSC Preziosa getur tekið mest 4.345 farþega en skráðir farþegar í þessa ferð eru 3.502, auk áhafnar. sisi@mbl.is